stikkorð tjáningar minnar
svartasta nóttinn
bauð okkur velkomin
ferskleiki morgundaggar
forleikur sameiningar
hæddi svo og hló
við höfðum beðið svo lengi
sameiginleg þjáning
óskilin tjáning
skilning til að breyta
ótta í ást
skil eftir sönnun
fyrir sannri ást, við vaskinn
komdu að leika, elska
lygna tunga
afskræmdu varir
strýkur bakið
titrandi hjarta, lakkaðar neglur
klóra, strjúka, gæla
sagan skálduð hörfar burtu
frá raunveruleikanum sluppu
augað blekkt
hjartað hrekkt
klofin tunga, brotnar neglur
aðskilin við sameingingu hverfum
við aukna fjarlægð
vona, kossa, drauma og breytinga
svartasti morgun kom þó
kvaddi og dó
 
Lia
1982 - ...


Ljóð eftir Liu

Óður til geðhvarfar
inní mér
lísa í undralandi
klukkan þrjú á laugardagsnótt
tjáningarbland í poka
hraðskrift á ritvél
stikkorð tjáningar minnar
te og sígó
í sjónum sé ég
que anida
éso þreytt
kvísl
lögmál heimsins, held ég.
ég vil