Blús
tár á hvarmi
tunga bundin
tregaþrunginn
nótt og dag
þreytt á harmi
þunga lundin
þráir sunginn
blámannsbrag

hljóma stef á streng
og dapur dagur dansar við glaða nótt  
Pétur Tyrfingsson
1953 - ...
Afrískir ameríkumenn eru ekki bundnir í skinn en hafa kannski gefið okkur músíkalítet og hrynjandi sem hrærir ekki aðeins hjarta vort heldur einnig sjálf neðri nýrun (1989)


Ljóð eftir Pétur Tyrfingsson

Blús
Dauðaþögn
Út um stofugluggann
Flóabardagi
Miðaldra
Nýir tímar
Vísa
Þegar náttar
Heimaverkefni