Út um stofugluggann
undan gráum feldinum
glittir í eldana

bílarnir læðast
milli húsanna

og vökular kirkjur vopnaðar spjótum
bíða átekta

í björtum loga
siglir jökull á hafinu
 
Pétur Tyrfingsson
1953 - ...
Ég á heima á fjórðu hæð á Háaleitisbrautinni með útsýni í vestur. Þegar ég var nýfluttur þangað eftir stutta en leiðinlega dvöl í Breiðholtinu þar sem aðeins sá í næstu hús útum alla glugga kom eitthvað yfir mig.... kannski endurfundir við eitthvað. Ég er nefnilega alinn upp í Kleppsholtinu og þar sást alltaf til guðs út um gluggann (1994)


Ljóð eftir Pétur Tyrfingsson

Blús
Dauðaþögn
Út um stofugluggann
Flóabardagi
Miðaldra
Nýir tímar
Vísa
Þegar náttar
Heimaverkefni