

undan gráum feldinum
glittir í eldana
bílarnir læðast
milli húsanna
og vökular kirkjur vopnaðar spjótum
bíða átekta
í björtum loga
siglir jökull á hafinu
glittir í eldana
bílarnir læðast
milli húsanna
og vökular kirkjur vopnaðar spjótum
bíða átekta
í björtum loga
siglir jökull á hafinu
Ég á heima á fjórðu hæð á Háaleitisbrautinni með útsýni í vestur. Þegar ég var nýfluttur þangað eftir stutta en leiðinlega dvöl í Breiðholtinu þar sem aðeins sá í næstu hús útum alla glugga kom eitthvað yfir mig.... kannski endurfundir við eitthvað. Ég er nefnilega alinn upp í Kleppsholtinu og þar sást alltaf til guðs út um gluggann (1994)