í sjónum sé ég
í sjónum sé ég
hugarangur og latínskar ballöður
um drauma sem aldrei rættust.
gef þér orð og líkama minn fyrir ekkert, auk þess sem þú bara tekur.
horfnir partar af mér leynast í þrálausri nostalgígu.
ef ég hverf nokkurn tíman aftur mundu finna mig niðrá höfn. fetandi í átt jafnvægis, að skjóli gullna vitans.
í leit að vitinu. þar týni ég til ástæður og ný sjónarhorn með rvk alla, fjarska bláa, liggur hún fyrir mér, saklaus á svip. byður mig að gefa sér meir af mér. aðra raun. aðra ástæðu til að lifa inní mér. annan lærdóm. svefnlaus ég vaki. svo aftur ég mun vakna og aftur ég skal reyna. þó sífelt draumarnir brotni inní þér. borgin mín bláa. finndu mig á höfninni. aldan mín háa.  
Lia
1982 - ...


Ljóð eftir Liu

Óður til geðhvarfar
inní mér
lísa í undralandi
klukkan þrjú á laugardagsnótt
tjáningarbland í poka
hraðskrift á ritvél
stikkorð tjáningar minnar
te og sígó
í sjónum sé ég
que anida
éso þreytt
kvísl
lögmál heimsins, held ég.
ég vil