Fiðrildi (II)
fiðrildin í flóanum
eru undarlegt tákn um
tómleika míns lífs
án þín

hljóðlaust flug þeirra
ómur þess sem aldrei
felst í brosi þínu

eins og grátleg spegilmynd
flögrandi um hagann
í endalausri von um það
sem ekki fæst

fiðrildin í flóanum
eiga mig eins og þú
átt mig heilla mig
er þau svífa létt
úr vegi mínum
 
Ingibjörg Ágústsdóttir
1970 - ...


Ljóð eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur

ósnortinn
Munaðarnes (sólarlag)
Fiðrildi (I)
Fiðrildi (II)
ég er ströndin
nýtt ljós
Yfir lækinn
Ghost of my heart
Melons after midnight
þessi stóri