Fiðrildi (II)
fiðrildin í flóanum
eru undarlegt tákn um
tómleika míns lífs
án þín
hljóðlaust flug þeirra
ómur þess sem aldrei
felst í brosi þínu
eins og grátleg spegilmynd
flögrandi um hagann
í endalausri von um það
sem ekki fæst
fiðrildin í flóanum
eiga mig eins og þú
átt mig heilla mig
er þau svífa létt
úr vegi mínum
eru undarlegt tákn um
tómleika míns lífs
án þín
hljóðlaust flug þeirra
ómur þess sem aldrei
felst í brosi þínu
eins og grátleg spegilmynd
flögrandi um hagann
í endalausri von um það
sem ekki fæst
fiðrildin í flóanum
eiga mig eins og þú
átt mig heilla mig
er þau svífa létt
úr vegi mínum