Fiðrildi, kanínur og rósrauð sulta
Lítil fiðrildi og kanínur duttu niðrúr loftinu, meðfram gardínunum, bleikum með rauðum rósum og grænum laufum í og ultu yfir rósrauðu sultuna sem ég var að borða í hreintæru kvöldinu.
Ég taldi allt niðurstreymið og skrifaði svo töluna í dagbókina strax svo hún gleymdist ekki; 273.
Um kvöldið fór ég svo útí búð og keypti gulrætur fyrir kanínurnar og perur fyrir fiðrildin og hleypti þeim svo útúm svalardyrnar. Á hólnum á móti var skáld að hlúa að orðum í vornóttinni. Ég leit aðeins á götuna og rölti svo inn og las Morgunblaðið eftir sturtuna og skrifaði svo atburðina í dagbókina.
Sofnaði svo með kanínum úr garðinum og fiðrildum úr skýjunum.
Í nótt koma konur niður gardínurnar.  
Gísli Þór Ólafsson
1979 - ...


Ljóð eftir Gísla Þór Ólafsson

Lúna mánagyðja
Bernskuminnið
Ást á suðurpólnum
Síðdegisstemma
Vængbrot engla
Vængjablak
Að mæta tungli á tunglslausri kvöldgöngu
Sálarbrot
Fuðruð ást
Fiðrildi, kanínur og rósrauð sulta
Hjólandi íkorni með næturlukt eða moldarberjasultu í framloppunum
Eins og hafið
Japönsk aftaka
Að yrkja ljóð
Eftirköst
Tenging
Væntingur
Tiltekt
Hverfulleiki
Piparkökuást
Í hringleikahúsinu
Ballaða á orgel í d-moll
Dauði ljóðsins
Ást er...
Þú gafst mér laufabrauð
Samlagning
Tilviljun?
Víðáttur
Um fegurð
Dans
Í fenjasvæðunum
Tafl
Blindni
Lofthræðsla
Harmonikkublús (með osti)
Brotin gleraugu
Vísindi
- - -
Við Sólfarið
----
Þegar kynntumst
Alveg óþolandi á msn
Samræður
Hanskahólfin
------