Leiðarlok
Komið er að leiðarlokum,
lundin hrekkst og lýkur ást.
Sinnaskiptis orðin notum,
sárt að enda ást er brást.

Elsku ástin burt er flogin,
bjarta vornótt sér ei meir.
Hvar er meyjan, hvar er loginn,
er í hjarta brann en nú brátt deyr.

Vildi feginn vera glaður,
horfa fanginn inn til þín.
Nú er liðinn þessi dagur,
sem var svo ljúfur ástin mín.

Ég kveð þig vina, votum augum,
með von um hólf í hjarta þér.
Ætla sjálfur í ljúfum línum,
að ljá þér lofsöng í hjarta mér.

Hjálp mín ást, hjálp mín elska,
farðu burt mót lífsins hól.
Lærðu lífið allt að elska,
unns hnígur ljúft þín hjarta sól.

 
Jens Pétur Jensen
1959 - ...


Ljóð eftir Jens

Í tilefni matarboðs
Teljari.is
Kveðja
Leiðarlok
Traust og trúverðugleiki
Lostinn
Netumferð á jólum
Kauðabólgukviður
toppatritl.org
Sleifarlag