

eftir augnagotur
í birtu neonljósa
fylgi ég þér heim
með hjartaásinn
í huganum
í hita leiksins
spila ég út
hæstu trompunum
fell í ómegin
af unaði
ranka við mér
stuttu eftir endalokin
með lágspil
á hendi
klæði mig í fötin
flýti mér út
og man ekki lengur
hvað þú heitir
stokka spilin
að nýju
í birtu neonljósa
fylgi ég þér heim
með hjartaásinn
í huganum
í hita leiksins
spila ég út
hæstu trompunum
fell í ómegin
af unaði
ranka við mér
stuttu eftir endalokin
með lágspil
á hendi
klæði mig í fötin
flýti mér út
og man ekki lengur
hvað þú heitir
stokka spilin
að nýju