Gröfin
Hvar er í heimi hæli tryggt
og hvíld og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?
Það er hin djúpa dauðra gröf,
- þar dvínar sorg og stríð -,
er sollin lífs fyrir handan höf
er höfn svo trygg og blíð.
Þú kælir heita hjartans glóð
og heiftar slökkur bál,
Þú þaggar niður ástaróð
og ekkert þekkir tál.
Þú læknar hjartans svöðusár
og svæfir auga þreytt,
þú þerrar burtu tregatár
og trygga hvíld fær veitt.
Þú griðastaður mæðumanns,
ó, myrka, þögla gröf!
Þú ert hið eina hæli hans
og himins náðargjöf.
og hvíld og mæðufró?
Hvar bærist aldrei hjarta hryggt?
Hvar heilög drottnar ró?
Það er hin djúpa dauðra gröf,
- þar dvínar sorg og stríð -,
er sollin lífs fyrir handan höf
er höfn svo trygg og blíð.
Þú kælir heita hjartans glóð
og heiftar slökkur bál,
Þú þaggar niður ástaróð
og ekkert þekkir tál.
Þú læknar hjartans svöðusár
og svæfir auga þreytt,
þú þerrar burtu tregatár
og trygga hvíld fær veitt.
Þú griðastaður mæðumanns,
ó, myrka, þögla gröf!
Þú ert hið eina hæli hans
og himins náðargjöf.
Ljóðið skrifar Kristján árið 1868, ári áður en hann lést aðeins 27 ára gamall. Það er eins og hann sjái hvert stefni.