Vorkvöld í Perlunni
Kvöldið var tært
hugsanir okkar einfaldar
þrungnar von.

Við vissum ekki
að kveðjustundin var framundan

eins og hafið.

Þú skildir eftir brostið hjarta
fullt af kærleika.  
Þorgerður Sigurðardóttir
1945 - 2003


Ljóð eftir Þorgerði Sigurðardóttur

Teboð vinar
Á tónleikum
Síðasta vorið okkar
Vorkvöld í Perlunni
Listi Guðs