Síðasta vorið okkar
Það var vor
og ég uggði ekki
hvaða mann þú hafðir að geyma.

Þegar ég var lítil
var vorið fagurt.

Ég vildi að ég væri
aftur orðin lítil
og þyrfti ekki
að hugsa um þinn innri mann.  
Þorgerður Sigurðardóttir
1945 - 2003


Ljóð eftir Þorgerði Sigurðardóttur

Teboð vinar
Á tónleikum
Síðasta vorið okkar
Vorkvöld í Perlunni
Listi Guðs