Teboð vinar
Þú hringdir
og ég kom til þín
á björtu sumarkvöldi.

Ég sagði þér frá sorg minni
og framtíð,
frá Kína,
París
og syni mínum.

Þú gafst mér bros og hlýju
yfir tebolla í stofu þinni.  
Þorgerður Sigurðardóttir
1945 - 2003
Úr ljóðabókinni "Í fjörutíu daga"


Ljóð eftir Þorgerði Sigurðardóttur

Teboð vinar
Á tónleikum
Síðasta vorið okkar
Vorkvöld í Perlunni
Listi Guðs