Á tónleikum
Hún sagði frá hljóðfæri ástarinnar,
efst á hálsinum
væri stúlkuhöfuð
með bundið fyrir augun.

Stúlkan væri blind eins og ástin.

Svo spilaði hún sónötur og dansa
á viola d´amore.  
Þorgerður Sigurðardóttir
1945 - 2003


Ljóð eftir Þorgerði Sigurðardóttur

Teboð vinar
Á tónleikum
Síðasta vorið okkar
Vorkvöld í Perlunni
Listi Guðs