Litla stelpan mín
Svo undrandi komstu inn í þann heim,
með örlitlu voli, sem aldrei kom meir,
þú brostir þá fallega, blítt og skært,
þú varst uppfull af lífi og hjarta þitt tært.

Þú varðst svo fimm ára, ljóshærð og sæt,
allt var svo mögulegt, já allt var hægt.
Það lék allt í lyndi og aldrei seig sól,
þú dansaðir á rósum, í rauðum samkvæmiskjól.

En svo byrjaði stríðið við eftir fá ár,
sál þín var brotinn og þú varðst svo sár.
Þú leitaðir hlýju á vitlausum stað,
en hvern hefði grunað að það væri eitthvað að?

Líf þitt þú helgaðir þinni nýjustu ást,
og þú hélst alltaf áfram þótt hún þér sárt brást.
Ferðin var löng og lengdist æ meir,
en það fattar það enginn fyrr en að lokum þú deyrð.

Þó sögur séu skrifaðar, í bækur og rit,
þá samt enginn veit um það erfiðis strit,
að það sem þú þurftir að þola í mörg ár,
það er öllum sama, þú þarft ekki að vera sár...  
Jón
1986 - ...
Ég samdi þetta sem texta við lag frekar en ljóð, hljómar auðvitað miklu betur við undirspil...


Ljóð eftir Jón

Hugsun
Spurning
Sólin
?
Dáin glötun
Hughverfa
Draumur á menningarnótt
Drumbufall
Dansdvergurinn
Dalagrafarinn
To my love that hated me...
Smá spekúlering um Jesú
Áðan
Kvöldið
ónefnt
Eyðinlegging
Tíu sek. úr huga geðsjúklings (útlenska)
...
....
.....
Sumarhugsun
Málið
Samanburður
Rauð hár
Eitt af óskrifuðu lagaákvæðum þjóðarinnar.
Skyndikynni
Bíltúr
Satt og ósatt
Óboðinn gestur
Kannski
Frome
Time
Fuglinn
Þögullt óp
Samningur rofinn
Sjón er sögu leiðinlegri
Á dansleik
Útgeislun
Reiði
Ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir
Litla stelpan mín
Vonbrigði
Ósk
Litla stelpan
Dramur á Fös. 13.
Stelpan hinum megin
Til vinkonu
Ástarljóð
Pólitískar vangaveltur um nútíma samfélög
Geðveiki
Litla hóran mín
Gamla konan á Hlemmi
Showing lies
Þynnka