Litla stelpan mín
Svo undrandi komstu inn í þann heim,
með örlitlu voli, sem aldrei kom meir,
þú brostir þá fallega, blítt og skært,
þú varst uppfull af lífi og hjarta þitt tært.
Þú varðst svo fimm ára, ljóshærð og sæt,
allt var svo mögulegt, já allt var hægt.
Það lék allt í lyndi og aldrei seig sól,
þú dansaðir á rósum, í rauðum samkvæmiskjól.
En svo byrjaði stríðið við eftir fá ár,
sál þín var brotinn og þú varðst svo sár.
Þú leitaðir hlýju á vitlausum stað,
en hvern hefði grunað að það væri eitthvað að?
Líf þitt þú helgaðir þinni nýjustu ást,
og þú hélst alltaf áfram þótt hún þér sárt brást.
Ferðin var löng og lengdist æ meir,
en það fattar það enginn fyrr en að lokum þú deyrð.
Þó sögur séu skrifaðar, í bækur og rit,
þá samt enginn veit um það erfiðis strit,
að það sem þú þurftir að þola í mörg ár,
það er öllum sama, þú þarft ekki að vera sár...
með örlitlu voli, sem aldrei kom meir,
þú brostir þá fallega, blítt og skært,
þú varst uppfull af lífi og hjarta þitt tært.
Þú varðst svo fimm ára, ljóshærð og sæt,
allt var svo mögulegt, já allt var hægt.
Það lék allt í lyndi og aldrei seig sól,
þú dansaðir á rósum, í rauðum samkvæmiskjól.
En svo byrjaði stríðið við eftir fá ár,
sál þín var brotinn og þú varðst svo sár.
Þú leitaðir hlýju á vitlausum stað,
en hvern hefði grunað að það væri eitthvað að?
Líf þitt þú helgaðir þinni nýjustu ást,
og þú hélst alltaf áfram þótt hún þér sárt brást.
Ferðin var löng og lengdist æ meir,
en það fattar það enginn fyrr en að lokum þú deyrð.
Þó sögur séu skrifaðar, í bækur og rit,
þá samt enginn veit um það erfiðis strit,
að það sem þú þurftir að þola í mörg ár,
það er öllum sama, þú þarft ekki að vera sár...
Ég samdi þetta sem texta við lag frekar en ljóð, hljómar auðvitað miklu betur við undirspil...