Mánudagsmorgunn
Fákurinn étur upp malbikið
eins og búlimíusjúklingur
Ælir því jafn óðum
Vetrarmyrkrið grúfir
Vindurinn öskrar
Regnið lemur rúðuna
Áfangastaðurinn er alltaf sá sami
Þessi staður dauðans, þar sem þróttur
minn fjarar út
Þar sem sálin er markvisst undin og
vökvanum tappað á flöskur
sem svo eru tæmdar í klósettvaskinn
eins og búlimíusjúklingur
Ælir því jafn óðum
Vetrarmyrkrið grúfir
Vindurinn öskrar
Regnið lemur rúðuna
Áfangastaðurinn er alltaf sá sami
Þessi staður dauðans, þar sem þróttur
minn fjarar út
Þar sem sálin er markvisst undin og
vökvanum tappað á flöskur
sem svo eru tæmdar í klósettvaskinn