Mánudagsmorgunn
Fákurinn étur upp malbikið
eins og búlimíusjúklingur

Ælir því jafn óðum

Vetrarmyrkrið grúfir
Vindurinn öskrar
Regnið lemur rúðuna

Áfangastaðurinn er alltaf sá sami
Þessi staður dauðans, þar sem þróttur
minn fjarar út

Þar sem sálin er markvisst undin og
vökvanum tappað á flöskur

sem svo eru tæmdar í klósettvaskinn  
Sigurður Ólafsson
1974 - ...


Ljóð eftir Sigurð Ólafsson

Skuggi

Hatur (All you need is love)
Þungi tímans
Afi
Sigga Thea
Kakófaní
Mánudagsmorgunn
Entrópía
Hvað starfar þú? (spurt í fjöskylduboði yfir kakóbolla)
Apaspil
Síðasti vagn í Fossvoginn
Grímur
Excel
Hvað ef?
Trójuhestur
Post-coital
Að yrkja 1
Að yrkja 2
Nútíminn
Systir mín
1
2
3
4