Sólskin
Sólskins fagur sumardagur
sinnið hressir, vermir blóð,
léttir geð og lífgar gleði,
lyftir huga og kveikir móð,
er skýja drungi og skúra þungi
skugga slær á sálu mín
vonin bjarta vor í hjarta
vekur, innra sólin skín.
 
Grímur Thomsen
1820 - 1896


Ljóð eftir Grím Thomsen

Ólund
Þrír viðskilnaðir
Huldur
Á Glæsivöllum
Rakki
Vörður
Arnljótur gellini
Á sprengisandi
Skúlaskeið
Ólag
Landslag
Á fætur
Heift
Sólskin
Átrúnaður Helga magra
Bergþóra
Álfadans