Gaddi litli geimvera
Gaddi litli geimvera,
þeyttist um allt,
og hafði margt að gera,
eins og að setja í súpur salt.

Hann unni sælgæti,
það gott var í maga,
hann var alltaf með læti,
hann ekki hafði aga.

Hann ei í skóla gekk,
og hrikalegur var,
kæmist aldrei í fyrsta bekk,
því allir fengju mar.

Hann reyndi oft að fljúga,
og þá bara datt,
þá þurfti hann að ljúga,
því Gaddi litli geimvera sagði ekki satt.
 
Meyja
1990 - ...


Ljóð eftir Meyju

Bangsi
Gaddi litli geimvera
Kisa
Konan
Krakkar
Lampinn
Litla hindin.
Máninn
Prins
Sjórinn
Sólin
Spiladósin
Stelpan
Strákurinn