

Í táradalnum
er nóttin eilíf
umvafin glitrandi gimsteinum
sem falla hver af öðrum
í óendanlegt djúpið
Í margslungnum pollinum
drekkja þeir hvor öðrum
í tilfinningahita
og af lauginni lýsir
eins og fljótandi hrauni
Í rauðgulri birtunni
dansa minningarnar
hæðast að föllnum dropunum
og með ágirnd, kalla fram fleiri
sem falla ofan í glitrandi iðuna
er nóttin eilíf
umvafin glitrandi gimsteinum
sem falla hver af öðrum
í óendanlegt djúpið
Í margslungnum pollinum
drekkja þeir hvor öðrum
í tilfinningahita
og af lauginni lýsir
eins og fljótandi hrauni
Í rauðgulri birtunni
dansa minningarnar
hæðast að föllnum dropunum
og með ágirnd, kalla fram fleiri
sem falla ofan í glitrandi iðuna
- 99