óljóð
þú á torginu um morguninn
á bókhlöðunni um daginn
við eldhúsborðið um kvöldið
á kaffibarnum um nóttina
þú með kebab í rigningunni
þú í höfðinu á mér endalaust
þú meiddir mig
þessa sætu dökkhærðu manstu
en ég má ekki yrkja um þig
það væri alltof mikið
fyrir okkur bæði
og því stoppa ég hér
ég vildi bara segja
að þú meiddir mig
á bókhlöðunni um daginn
við eldhúsborðið um kvöldið
á kaffibarnum um nóttina
þú með kebab í rigningunni
þú í höfðinu á mér endalaust
þú meiddir mig
þessa sætu dökkhærðu manstu
en ég má ekki yrkja um þig
það væri alltof mikið
fyrir okkur bæði
og því stoppa ég hér
ég vildi bara segja
að þú meiddir mig
-Handa S.H. Þú veist hver þú ert.