Kaupa - jól
Er halla fer ári,
við förum á stjá.
Til nefið að líma
rúðurnar á.
Skoðum öll verðin,
verðum að spá.
Hvort fyrir hýruna
jólin má fá.
Hvort síðan öðru
lofum við klár.
Við eyðum mun minna,
núna í ár.
Og síðan byrja ósköpin,
líkust "rökum - ragna".
Oss ei sleppir Eyðslu - kló,
fyrr en erum örmagna.
Fyrst "Ragnheiði Brynjólfs"
fram við otum.
Uns vort lausafé
er á þrotum.
Svo likt og í æði
bara er eytt og eytt
Á ljóshraða krítarkorti
er þá oftast beitt.
Við kaupum og kaupum
þótt við vitum sem best.
Að fjárhaginn leggjum
í rúst fyrir rest.
Aðframkomin ,já uppgefin
eftir búða - slaginn.
Of þreytt til að fagna
á Aðfanga og Jóladaginn.
Alltaf fer það eins
og ekkert um það múður.
Síðasti eyrir notaður skal
í áramóta - púður.
Því það skal vera áfram,
líkt og það er nú.
Að Jói á móti ekki má,
sprengja meira en þú.
Svo strax eftir jólin,
flestu er svo skipt.
Og "kortin" kjá allmörgum
sundur eru klippt.
Svo að þessi jól sem síðast
oss það yfirsást.
Að ei er hægt að kaupa
gleði vora og ást.


 
Óskar
1974 - ...
Hvað gerist hjá okkur ár ,eftir ár, eftir ár, eftir ár.......


Ljóð eftir Óskar

Spurning ?
Þökkum þeim þrettán
Hárlos
Grá jól
24 - 12
Kaupa - jól
jóla ábót
Skellir - hurða
Nissen paa loftet -
X - mas
?? jól ??