Bútar
Ég er bútasaumsteppi
marglit hjörtu raða sér
á hjáleita grunna
sum dálítið skökk
næturlangt
vaki ég yfir hjónunum
vernda herbergið
á daginn.
--
Ég er ekki bútasaumsteppi.
Þó mjakast bútarnir saman
misjafnir að lengd
raðast
segja
þegja
mynda heild
að lokum
marglit hjörtu raða sér
á hjáleita grunna
sum dálítið skökk
næturlangt
vaki ég yfir hjónunum
vernda herbergið
á daginn.
--
Ég er ekki bútasaumsteppi.
Þó mjakast bútarnir saman
misjafnir að lengd
raðast
segja
þegja
mynda heild
að lokum