pilturinn og payloaderinn
hann prílaði
uppá payloaderinn
pilturinn
ég bað hann að passa sig
hann sagði: pahh, hef oft gert þetta áður
pahh, hugsaði ég
og settist inní patrólinn minn
purpuralitaða
en þetta var bara piltur
únglingspiltur
minnti mig á pál
sem var með mér í polaroidskólanum
á patró
ég pillaði mér
útúr patrólinum
og sagði: piltur, piltur,
passaðu þig,
þú gætir dottið og brotið póstbeinið
hann prílaði
niðuraf payloaderinum
pilturinn
sagðist heita pétur
að hann ynni hjá póstinum
og ætti ekkert í þessum payloader
hann hafði rispað pókenskaptið
og pallabómuna
pilturinn
hann lét mig hafa peninga
og pillaði sér
ég settist uppí patrólinn
og pillaði mér
 
Viðar Jónsson
1975 - ...


Ljóð eftir Viðar Jónsson

...til hins bláa...
hvað?
tryggvi
tryggvi II
kött
pilturinn og payloaderinn
lífið
hart í ári hjá hannesi
sjúga
ojbara