Seríjós spjall
"Hvort finnst þér betra..."
"...honnínöttsseríjós eða venjulegt seríjós?"
-Spurði drengurinn stúlkuna útá leikvellinum í frímínútum.
"Nú auðvitað venjulegt seríjós"
-Svaraði stúlkan en bætti svo við.
"...því honnínöttsseríjós er svo rosalega óhollt"

Og vonbrigðin leyndu sér eigi í augum litla drengsins.
Honum hafði alltaf þótt venjulegt seríjós vera ótrúleg sóun á bragðlaukum.  
Höjkur
1984 - ...


Ljóð eftir Höjk

Seríjós spjall
Eymd fiskanna
Krossfesting
Alpahúfur
Reykelsi
Hvorki fugl né fiskur
Strengjabrúður
Á bókasafninu