Draumur
Að eiga sér draum er mikilvægt,
breytir lífi flestra manna,
að ná honum er kannski hægt,
með vinnu og striti allra anna.

Draumur minn er langur,
Lengi lifi draumaland,
Í draumi mínum er enginn gangur,
Bara ævintýri sem situr strand!

Ó Guðveig villtu gefa mér líf,
Mig vantar einhverja stúlkukind,
Einhverja góða og ástar víf,
Sem baðar mig í næstu lind!

Þar sem fossar geysa og áin rennur,
bíður eflaust mín eina von,
Þar sem ástin lifir en hatur brennur,
Kem ég til með að eignast son!

Í minni hjartans laug,
Er ætíð gleði,
Þar sem fuglinn flaug,
bíð ég í blómabeði!  
Guðni Baldur Gíslason
1985 - ...


Ljóð eftir Guðna Baldur

Dráttarvélin
Ástarjátning
Vanlíðan
Hözzlerinn
Meðferð Guðjóns á frúnni.
Missir
Draumur
Þú