Þú
Mig dreymir þig,
ég hugsa um þig,
mig langar í þig,
má ég fá þig?

Í græna bolnum,
með hárið svart,
ertu svo fögur,
svo æðisleg.

Komdu elskan,
komdu til mín,
má ég vera hjá þér,
alla tíð.

Ég sé þig brosa,
Horfa til mín,
mér líður vel,
svo ósköp vel.

Erum við saman,
ég með þér,
ég þarf ekki meira,
þú ert mér allt!  
Guðni Baldur Gíslason
1985 - ...


Ljóð eftir Guðna Baldur

Dráttarvélin
Ástarjátning
Vanlíðan
Hözzlerinn
Meðferð Guðjóns á frúnni.
Missir
Draumur
Þú