Tindátar
Guð!
Hvernig má þetta vera ?

Hér sit ég
við glugga uppi á Íslandi
og horfi á fuglana
vappa um grasflötina,
eins og upptrekktir tindátar í tafli.
Vapp, vapp,
og þeir velja sér maðk í nefið.

En úti í Palestínu
situr móðir
og horfir stolt á einkason sinn
troða inn á sig sprengjum
og vappa yfir til Ísraels
eins og upptrekktur tindáti í tafli.
Vapp, vapp,
og hann velur sér strætó að sprengja.

Guð!
Á ég bara að sitja og glápa á fuglana
á meðan þú innheimtir blóðfórnir?  
Hannes Sigurðsson
1960 - ...


Ljóð eftir Hannes Sigurðsson

Laugardagskvöld við Strandgötuna
að hrökkva eða stökkva
Tindátar
Á páskaföstu í Eyjafirði.
Íslenska vorið
Efst á Baugi
Rím.
Fjallalækur
tungl í fyllingu