Rím.
Bleks eg brandinn munda
brags með taugar þandar
galdur ljóðs við glími
gjörning ramman stunda

ljóðs á undralendur
langar mig að skunda
fara í stríð við stafi
og stuðla á báðar hendur

fríða skeytlu fanga
form og línur meitla
rími bregð á braginn
bind í hnúta stanga.  
Hannes Sigurðsson
1960 - ...


Ljóð eftir Hannes Sigurðsson

Laugardagskvöld við Strandgötuna
að hrökkva eða stökkva
Tindátar
Á páskaföstu í Eyjafirði.
Íslenska vorið
Efst á Baugi
Rím.
Fjallalækur
tungl í fyllingu