Íslenska vorið
Ég heyrði lífsins létta kvak
ljúfan söng og vængjablak
mér fannst sem vetur væri á bak
og vor í blænum óma.
- Morgunstund, og ilmur af beði blóma.

Sá ég lóu lofti í
leika við gaukinn, dirrindí
í föruneyti fríða því
ég fann líka stelk og spóa,
og kríur tvær,
- en um kvöldið var farið að snjóa.

Upp frá því kvað við annan brag
það andaðist vorið næsta dag
hún söng ekki meir sitt ljúflingslag
lóan í draumunum mínum.
En lagðist í snjóinn
og dó þar Drottni sínum.

Drottin gaf og Drottinn tók
í daganna sögu hann kafla jók
já, gamalli lummu úr lífsins bók
og lógaði í snatri þeim neista
sem áræddi á íslenska vorið að treysta.  
Hannes Sigurðsson
1960 - ...


Ljóð eftir Hannes Sigurðsson

Laugardagskvöld við Strandgötuna
að hrökkva eða stökkva
Tindátar
Á páskaföstu í Eyjafirði.
Íslenska vorið
Efst á Baugi
Rím.
Fjallalækur
tungl í fyllingu