Englaher bjargaði mér
Raddir himna sungu
og her engla flaug til jarðar
til að bjarga mér
Andavald undirheimana reyndi að hrifsa,
taka og stela sálu minni
Reyndu og reyndu,
gátu ekki neitt
Gátu ekki eyðilagt,
eyðilagt og eyðilagt.
Tortímt
Svo djöfullinn fór í líki ljósengils.
lokkaði mig til sín
með tælandi rödd
en trylltum rauðum augum
Komdu, komdu unga hnáta,
komdu ég skal gefa þér
gull og græna skóga
ég skal gefa þér allt sem hugur þráir
rauðan kjól, gylta skó
höll
hvað viltu
ég skal gefa þér það allt
En himna englarnir sungu
Hallelúja
og hjartað fór að slá
og hjartað fór að vilja meira
en hugurinn kunni að þrá
Þá grenjaði djöfullinn og grát bað mig
að fara sér ekki frá
en dýrðaríki Drottins
kallaði mig á
Þá féll ég á kné og til bað þann Hæsta
bað hann að taka við mér
eins og ég er þó syndug sé
og tár mín streymdu stanslaust
Þá tóka hann mína hönd
og lyfti mér upp í sína hæð
og sagði
barn mitt
gráttu að vild en sár þín eru gróin
Því ég hef beðið fyrir þér
Og himna englar sungu
Hallelúja, halleljúa