Einn í húmi nætur
Einn í húmi nætur, ég hljóður sit,
og horfi út um stofugluggann minn.
Út í rökkrinu, leiftra fögur ljósaglit,
- læðist regnið tæra niður húsvegginn -

Einn í húmi nætur, ég hugleiði,
hégómann sem bar þig burt frá mér.
Hví minn hroki vex með hverju lífsskeiði,
og hvað ég geri sem mitt auga ekki sér.

Mína galla met ég nú,
mín var sjálfshyggjan drjúg.
Einmanaleikinn nagar mig.
Í brjósti mínu ríkir rödd þér trú,
og röddin hvíslar - ég elska þig.

Einn í húmi nætur, ég bíð og bíð,
vona að bankir þú á dyrnar ofur hljótt.
Ég þér flytti vina fagra tónasmíð,
ef fyrirgæfir þú mér - nú í nótt.

Mína galla met ég nú .....

Já röddin hvíslar - ég elska þig.

[1989]
 
Selma Hrönn Maríudóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Selmu Hrönn Maríudóttur

Einkamál
Einn í húmi nætur
Daðrað í dalnum
Húsafell
Limra
Til hamingju
Hugleiðing
Á þjóðhátíð fer ég
Við bergsins bjarma