Hugleiðing
Um tilgang lífs og ljóss
ég leita svara, en engin finn
Er heimsins glæsta góss
mín gæfa eða böl?

Af hverju er ég hér?
hvert liggur vegur minn?
Er ég héðan úr heimi fer
hverra kosta á ég völ?

Erfitt er framhaldi að spá
en allir uppskera sem sá
svo byggðu upp líf þitt, kærleikanum á.

Ég hamingju leita hér
en hvernig á ég hana að finna?
Ef réttlætið ekkert er
er þá til einhvers að vinna?

Erfitt er framhaldi að spá
en allir uppskera sem sá
svo byggðu upp líf þitt, kærleikanum á.

[1990]
 
Selma Hrönn Maríudóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Selmu Hrönn Maríudóttur

Einkamál
Einn í húmi nætur
Daðrað í dalnum
Húsafell
Limra
Til hamingju
Hugleiðing
Á þjóðhátíð fer ég
Við bergsins bjarma