Snojac sadau
bíta ekki á mig
blómin, lúðrarnir

þvælast fyrir mér
blöðrurnar, gasið

velti því fyrir mér hvort ég
nenni að synda hérna í undiröldunni

þetta fer allt beint í augun
undir lokin sem ég hélt að væru barnheld

vantar tíkall til að opna þau sjálfur
er ekki með staðsetninguna á
höndunum á hreinu
málið vandast sífellt

snýr upp á sig flækist skýtur út
þráðum

(ekki gráta elskan vor
þó þig vanti vit og þor)

ég í gær og á morgun tíni þá af trjánum
týnist á milli þeirra í dag  
Krilli
1979 - ...


Ljóð eftir Krilla

guml-aði
umgumlun
Hvar er húfan mín.
Almennur ótti
án titils (en innihaldsríkt)
andremma suðursins
Týndist, hvarf tvö
Víxli
Snojac sadau
Skyndilegur óvæntur atburður
vit- og titilleysa
grjón & grautur
Kodak Fuji Esjan
pass
allt upp frá því
eikumegin þöndum