Skyndilegur óvæntur atburður
hætti ekki strax
fyrr en mig svíður í hálsinn
og augun taka undir

sofna ekki strax
fyrr en það og ég og allt snýst eftir endilöngu
síðan þversum

vakna ekki strax
hendurnar & ég og allt
þyngra en það sem heldur mér niðri

efri hluti minn fer hraðar af stað
en sá neðri
læt hann hlaupa

vona að mótstaðan
snúi á þyngdaraflið

vogun vinnur vogun
tapar
tapar

augun lokuð axlirnar
á undan lenda á
einhverju sem gefur ekki eftir

kvarnast úr spái ekkert í mylsnunni
læt aðra um að þrífa upp  
Krilli
1979 - ...


Ljóð eftir Krilla

guml-aði
umgumlun
Hvar er húfan mín.
Almennur ótti
án titils (en innihaldsríkt)
andremma suðursins
Týndist, hvarf tvö
Víxli
Snojac sadau
Skyndilegur óvæntur atburður
vit- og titilleysa
grjón & grautur
Kodak Fuji Esjan
pass
allt upp frá því
eikumegin þöndum