

hætti ekki strax
fyrr en mig svíður í hálsinn
og augun taka undir
sofna ekki strax
fyrr en það og ég og allt snýst eftir endilöngu
síðan þversum
vakna ekki strax
hendurnar & ég og allt
þyngra en það sem heldur mér niðri
efri hluti minn fer hraðar af stað
en sá neðri
læt hann hlaupa
vona að mótstaðan
snúi á þyngdaraflið
vogun vinnur vogun
tapar
tapar
augun lokuð axlirnar
á undan lenda á
einhverju sem gefur ekki eftir
kvarnast úr spái ekkert í mylsnunni
læt aðra um að þrífa upp
fyrr en mig svíður í hálsinn
og augun taka undir
sofna ekki strax
fyrr en það og ég og allt snýst eftir endilöngu
síðan þversum
vakna ekki strax
hendurnar & ég og allt
þyngra en það sem heldur mér niðri
efri hluti minn fer hraðar af stað
en sá neðri
læt hann hlaupa
vona að mótstaðan
snúi á þyngdaraflið
vogun vinnur vogun
tapar
tapar
augun lokuð axlirnar
á undan lenda á
einhverju sem gefur ekki eftir
kvarnast úr spái ekkert í mylsnunni
læt aðra um að þrífa upp