Flugan
Ég dett inn í lokaðan heim
þar sem virðast vera ótal opnar leiðir.
En þegar betur að er gáð er tíminn
stopp eins og flugan á veggnum.
Ég veit ekki hvaða leið ég á að velja
vitandi að engin þeirra er leiðin út.
Hvað get ég gert, spyr ég fluguna á vegnum.
Haltu áfram, svara hún föst milli tímans og veruleikans.
Ég þor´ekki annað en að halda áfram, ég held áfram.
Ég geng og geng en ekkert gengur.
Ég spyr fluguna aftur, hvernig á ég að
halda áfram ef ekkert gerist.
Stoppaðu þá, segir flugan.
Ég stoppa, en áður en varir þá sé að fætur
mínir er fastir við jörðina.
Hvað er að gerast, segi ég við fluguna.
Jörðin leikur við þig, segir hún.
Af hverju gerir hún það, segi ég og tek eftir
að því meira sem ég festist losnar flugan enn meira.
Af hverju festist ég en þú losnar, spyr ég fluguna.
Það er vaktaskipti og um leið hverfur flugan.  
Benni Gröndal
1986 - ...


Ljóð eftir Benna Gröndal

Ljósastaur
Augun þín
Paradís
Flugan
Kynslóð nr. 2
Ósýnileg