Ljóð
Mér er sagt
að ljóð sé ekki fullskapað ljóð
fyrr en þú, lesandi góður,
hefur lesið það
og lagt til þína upplifun.
Búið til eitthvað nýtt,
einhverja sameiginlega sköpun
okkar beggja.
Fram að því
er varla hægt
að tala um annað og meira
en léttvæga
sjálfsfróun
mmmmmm
Var þetta gott fyrir þig líka?
 
Kjartan Jónsson
1960 - ...


Ljóð eftir Kjartan

Skuggar - mars 2003
Ljóð
Sarg
skyndikynni
Hin íslenska Krít
Nátttröll