

Við sátum í kastalanum
sterkbyggðum úr krossviði
með rennibraut og öllu
aðrir voru í eltingaleik
í sandkassanum
í fótbolta
að róla
en við sátum í kastalanum
Þetta var kastalinn okkar
við horfðumst i augu
hennar ljómuðu grænu
hárið úfið
og sandur í munnvikinu
mig kitlaði í magann
svo leit ég undan
Við héldumst í hendur
sórum svo þagnareið
með sandinn á milli tánna
Síðan þá hefur ást
brugðist vonum
sterkbyggðum úr krossviði
með rennibraut og öllu
aðrir voru í eltingaleik
í sandkassanum
í fótbolta
að róla
en við sátum í kastalanum
Þetta var kastalinn okkar
við horfðumst i augu
hennar ljómuðu grænu
hárið úfið
og sandur í munnvikinu
mig kitlaði í magann
svo leit ég undan
Við héldumst í hendur
sórum svo þagnareið
með sandinn á milli tánna
Síðan þá hefur ást
brugðist vonum