Janúarmorgun
Ég man svo vel þann fyrsta janúarmorgun,
er ég opnaði augun í veröld sem ég hafði
aðeins séð með augun lokuð.
Sú stund var dýrmæt þá
er við lágum hlið við hlið,
en er þó mun dýrmætari núna
er við liggjum í heimi sitt hvorum.
Þótt á mig sæki aldur þá aldrei
ég mun gleyma, hve fögur augu
tóku á móti mér þann fagra nýársmorgun.  
ilmur
1984 - ...


Ljóð eftir ilm

Dimman
Fyrirgefðu
Dæmd til að sofa
Ég fylgist með
Dómsdagur
Í helli bjarnarins
Er einhver að hlusta?
Stúlkan
Janúarmorgun