Tiltekt
sit á kúlunni
og þurrka af jörðinni
og skerpi línur landanna með risastórum pensli

það þarf að hlúa að blómum í Afganistan
kengúrum í Ástralíu
jöklunum á Íslandi
svo allt þurrkist ekki út
og ekkert verði eftir nema byssuskefti hermannsins
gamlar umbúðir af prins pólói á víðavangi
og kerti gamla mannsins
sem brennur svo glatt að það sést alla leið
frá Úsbekistan til Ítalíu

hef mig hægan og vindi tuskuna,
bleyti pensilinn og safna rusli

ljósin á bæjunum í kring
eru eins og friðarkerti í myrkrinu  
Gísli Þór Ólafsson
1979 - ...


Ljóð eftir Gísla Þór Ólafsson

Lúna mánagyðja
Bernskuminnið
Ást á suðurpólnum
Síðdegisstemma
Vængbrot engla
Vængjablak
Að mæta tungli á tunglslausri kvöldgöngu
Sálarbrot
Fuðruð ást
Fiðrildi, kanínur og rósrauð sulta
Hjólandi íkorni með næturlukt eða moldarberjasultu í framloppunum
Eins og hafið
Japönsk aftaka
Að yrkja ljóð
Eftirköst
Tenging
Væntingur
Tiltekt
Hverfulleiki
Piparkökuást
Í hringleikahúsinu
Ballaða á orgel í d-moll
Dauði ljóðsins
Ást er...
Þú gafst mér laufabrauð
Samlagning
Tilviljun?
Víðáttur
Um fegurð
Dans
Í fenjasvæðunum
Tafl
Blindni
Lofthræðsla
Harmonikkublús (með osti)
Brotin gleraugu
Vísindi
- - -
Við Sólfarið
----
Þegar kynntumst
Alveg óþolandi á msn
Samræður
Hanskahólfin
------