

sit á kúlunni
og þurrka af jörðinni
og skerpi línur landanna með risastórum pensli
það þarf að hlúa að blómum í Afganistan
kengúrum í Ástralíu
jöklunum á Íslandi
svo allt þurrkist ekki út
og ekkert verði eftir nema byssuskefti hermannsins
gamlar umbúðir af prins pólói á víðavangi
og kerti gamla mannsins
sem brennur svo glatt að það sést alla leið
frá Úsbekistan til Ítalíu
hef mig hægan og vindi tuskuna,
bleyti pensilinn og safna rusli
ljósin á bæjunum í kring
eru eins og friðarkerti í myrkrinu
og þurrka af jörðinni
og skerpi línur landanna með risastórum pensli
það þarf að hlúa að blómum í Afganistan
kengúrum í Ástralíu
jöklunum á Íslandi
svo allt þurrkist ekki út
og ekkert verði eftir nema byssuskefti hermannsins
gamlar umbúðir af prins pólói á víðavangi
og kerti gamla mannsins
sem brennur svo glatt að það sést alla leið
frá Úsbekistan til Ítalíu
hef mig hægan og vindi tuskuna,
bleyti pensilinn og safna rusli
ljósin á bæjunum í kring
eru eins og friðarkerti í myrkrinu