Um þig
Ég yrki til þín kveðju ljóð
sem ég svo tileinka þér
ég leita djúpt í minninganna sjóð
og hugsa um gleðina sem þú gafst mér.

Víst er hún stutt þessi lífsins braut
og aldrei ljóst hvar endirinn er
stundum er leiðin mikil þraut
og enginn veit hvað hann úr bítum ber.

Alltaf var gleði og hlátur við hönd
þegar við vorum saman
þannig við tryggðum okkar vinar bönd
það fannst mér alltaf gaman

Nú eru þessar stundir farnar frá
en þú hverfur ekki úr huga mér
bros þitt og hlátur ég alltaf mun þrá
og rifja þá upp stundirnar með þér.  
Haraldur Sævinsson
1975 - ...


Ljóð eftir Harald

Enginn
Um þig
Heilræði
saga
Morgun