Heilræði
Hvað sem þú gerir á þinni lífsins leið
þá kemur að skulda dögum.
Vertu því viss hvað er ei greitt
því þú verður dæmdur af annarra sögum.

Þannig mun skuld þín við kóng eða prest
ekki fyrnast heldur safna vöxtum
huga þú skalt að því er gert hefuru best
og gæta þannig að eigin högum.

Leiðin um lífið er ljúf bæði og sár
sögu þína skaltu rita sjálfur
og tryggja þannig sem best þú mátt
hvort þú komir út heill eða hálfur.

En hvað sem líður öllum góðum ráðum
er það undir okkur sjálfum komið
að taka af skarið og ganga af stað
og grípa gæfuna með höndum báðum.
 
Haraldur Sævinsson
1975 - ...


Ljóð eftir Harald

Enginn
Um þig
Heilræði
saga
Morgun