saga
felur andlit sitt í lófa sér
finnur engan frið
hugsanir um hvað gerðist
gefa henni engin grið

það var svo dimmt, engin ljós
sem lýstu þessa leið
og allt í einu stóð hann þar
í hjartanu þar sveið

það hafði gerst og ekkert
gat þessari martröð breytt
sama hvað hún öskraði
ekkert fékk minningunni eytt

og enn hann stóð í huga hennar
sagði aldrei orð
starði bara fram á við
augun sökuðu hana um morð

fingur hennar hvítnuðu
og dofinn fór um allt
blóðið hvarf úr höndunum
myrkrið var svo kalt

hún sat og beið eftir því
sem að koma vildi
og vissi að að aldrei
kæmi neinn sem hana skildi

þessa stúlka situr enn
við illa lýsta leið
og hann sem þarna stóð
vissi ekki hvað sín beið

því eru þau tvö saman
en hvort annað ekki sjá
hún situr á jörðinni
hann starir á hana himni frá

hans líf hvarf út í myrkrið
og eftir varð minningin ein
sem situr föst í sál hennar
og verður hennar bana mein.  
Haraldur Sævinsson
1975 - ...


Ljóð eftir Harald

Enginn
Um þig
Heilræði
saga
Morgun