

Ég ætla að gefa þér mynd.
Mynd af morgni sem
boðar bjartan dag,
þar sem sólin syngur
sitt fyrsta lag
og döggin drýpur
af bláum blómum.
Ljúfur morgunblær leikur
í laufi trjánna.
Andartak sem eilífð.
Mynd af morgni sem
boðar bjartan dag,
þar sem sólin syngur
sitt fyrsta lag
og döggin drýpur
af bláum blómum.
Ljúfur morgunblær leikur
í laufi trjánna.
Andartak sem eilífð.
Afmælisgjöfin ort og gefin í mars 1997