

Hávaði
ég vakna upp úr draumi
reyni að ná áttum
skil ekkert, sé ekkert.
Leiftur
ég kippist til af hræðslu
veggirnir upplýstir
á sekúndubroti.
Aftur
titrar allt í kringum mig
teygi mig í sængina og dreg uppfyrir haus.
Hitinn er óbærilegur
en ég þori ekki öðru.
Drunur, LEIFTUR!
Finnst sem himininn sé að klofna.
Fyrst: skerandi, rífandi glerbrotshljóð
svo
djúpt og drungalegt urr!
-það rifnar gat á himininn.
Regnið
fellur á þakið
hrynur frá himninum sem rifnaði gat á.
Aftur
hávaðinn heldur áfram
rífur himininn í sundur annarsstaðar
og ég ligg enn í rúminu
með sængina uppfyrir haus
ég vakna upp úr draumi
reyni að ná áttum
skil ekkert, sé ekkert.
Leiftur
ég kippist til af hræðslu
veggirnir upplýstir
á sekúndubroti.
Aftur
titrar allt í kringum mig
teygi mig í sængina og dreg uppfyrir haus.
Hitinn er óbærilegur
en ég þori ekki öðru.
Drunur, LEIFTUR!
Finnst sem himininn sé að klofna.
Fyrst: skerandi, rífandi glerbrotshljóð
svo
djúpt og drungalegt urr!
-það rifnar gat á himininn.
Regnið
fellur á þakið
hrynur frá himninum sem rifnaði gat á.
Aftur
hávaðinn heldur áfram
rífur himininn í sundur annarsstaðar
og ég ligg enn í rúminu
með sængina uppfyrir haus
-samið í versta og fyrsta þrumuveðrinu mínu í Brasilíu:(