Heimþrá
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið
með fögnuði og vængjagný,
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg