Bikarinn
Einn sit ég yfir drykkju
aftaninn vetrarlangan,
ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.

Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni.
Sorg sem var gleymd og grafin,
grætur í annað sinni.

Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg