Viltu fá minn vin að sjá?
Viltu fá minn vin að sjá?
Sveininn þann sem ég ann?
Fríðari engan finna má,
sem fögru sverði brá.

Ég hefi brosaðaugu mín af unaði brosað hefi ég augu mín af unaði blá.
Viltu heyrahans ljúflingsljóð?
Röddin skær, blíð sem blær.
Við hans fyrsta ástaróð í æðum brann mér glóð.
Varir mínar vinurinn kyssti rauðar,
vinurinn kyssti varir mínar rauðar sem blóð.
 
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg