Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Ef ég aðeins gæti
unnið stórar þrautir,
stigið föstum fæti
fram á huldar brautir,
gæti ég rakið lífsins leyndu þætti,
látið hjörtu slá með orðsins mætti,
tryði ég mínum ljúfu leiðsludraumum.

Líkt og leiftrið bjarta
loftið regnvott klýfur,
eða óspillt hjarta
ástin fyrsta hrífur,
þannig skáldin allt í einu vinna
alla þá, sem lífsins hjartslátt finna,
væri ég aðeins einn af þessum fáu.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg