Haustfífillinn
Hélstu, veslings vinur minn,
að vorið kæmi í annað sinn
þó að sólin kyssti í kvöld
kollinn litla þinn?

Unga, fagra fíflið mitt,
frostið myrðir blómið þitt,
vetur prýða með þér mun
mjallhvítt hárið sitt.  
Jóhann Sigurjónsson
1880 - 1919


Ljóð eftir Jóhann Sigurjónsson

Ég sótti upp til fjallanna
Tárið
Jónas Hallgrímsson
Væri ég aðeins einn af þessum fáu
Fyrir utan glugga vinar míns
Heimþrá
Haustfífillinn
Viltu fá minn vin að sjá?
Sofðu, unga ástin mín
Bikarinn
Sorg