Úreldir
Knörrinn sem hann stýrði
og oft um úfinn sjá
að veiða Þann gula
hefur fyrir löngu fengið uppi
á fjörukambinum

byrðingurinn mosagróinn
kinnungsborðin gisin
og kjölurinn horfinn
ofan í gróinn svörðinn

og hann sem færði björg í bú
situr nú veikburða
í hjólastóli á elliheimilinu
hvílist þar fótfúinn

strýkur skjálfandi hendinni
um fægðan skallann
og horfir til hafs
votum augum

grætur örlögin
að þá er búið að úrelda.
 
Janus Hafsteinn Engilbertsson
1942 - ...


Ljóð eftir Janus Hafstein

Á vordögum
Þvílíkur dagur
Haustlauf
Endurkoma
Uppgjör daganna
Eftirmáli
Kvótablús
Skipið
Trú
Gamall vinur
Á sama tíma
Fríða frá
Þagnar ljóð
Eina ástin
á bryggjunni
Nálaraugað
Vetrarsólstöður
Stafalogn
Úreldir
Að lifa
Að fæðast
Þunglyndi
Efinn
Meira en veðurspá
Steinarr í maga úlfsins
Lænur himins
Faðmlag
Að sigla
Jafnvægi
Máttvana
Vorboði
Vinur
Ljóð vegur mig
Kvótablús taka tvö
innistæðulaus orð
Dagatal
Sólarlandasæla
Í kvöld er ég glaður
Undir sænginni
Ísland í dag
Konu eins og þig
Örlög
Raunasaga
Aflaklóin
STAM